Fer Viðar til Rubin Kazan? (myndskeið)

Viðar Örn Kjartansson skoraði sigurmark Hammarby í gærkvöld.
Viðar Örn Kjartansson skoraði sigurmark Hammarby í gærkvöld. Ljósmynd/Hammarby

Framherjinn Viðar Örn Kjartansson gæti verið á leið til rússneska liðsins Rubin Kazan samkvæmt heimildum sænska blaðsins Expressen.

Viðar Örn var hetja Hammarby í gærkvöld þegar hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma í 3:2 sigri liðsins gegn Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni.

Viðar Örn er á láni hjá Hamm­ar­by frá Rostov í Rússlandi og rann sá láns­samn­ing­ur út á miðnætti. Hann hefur skoraði sjö mörk í 15 leikjum með Hammby í deildinni.

Expessen segir mögulegt að Viðar Örn verði lánaður til Rubin Kazan. „Það hafa komið nokkur tilboð,“ sagði Viðar við Expressen eftir leikinn í gærkvöld. Mörkin úr leiknum má sjá í meðfylgjandi myndskeiði og kemur mark Viðars á 4,57 mínútu í spilaranum.

 

 

mbl.is