Lið Arnars úrskurðað gjaldþrota

Arnar Grétarsson skrifaði undir eins árs samning við belgíska B-deildarfélagið …
Arnar Grétarsson skrifaði undir eins árs samning við belgíska B-deildarfélagið Roeselare í síðasta mánuði. Ljósmynd/Roeselare

Belgíska knattspyrnuliðið Roes­alare, sem Arnar Grétarsson tók við sem þjálfari liðsins í síðasta mánuði, var í dag úrskurðað gjaldþrota. Belgískir fjölmiðlar greina frá þessu í dag.

Liðið leikur í belgísku B-deildinni og gerði Arnar eins árs samning við félagið í byrjun ágúst. Engin viðbrögð hafa komið frá forráðamönnum félagsins yfir þessum fréttum en Roes­alare hefur glímt við fjárhagsörðugleika undanfarin ár.

Roes­alare hefur ekki byrjað tímabilið vel og er aðeins með tvö stig eftir fyrstu fimm leikina.

mbl.is