Hvað gerði íslenska knattspyrnufólkið?

Sverrir Ingi Ingason skoraði í toppslagnum.
Sverrir Ingi Ingason skoraði í toppslagnum. AFP

Fjölmargir íslenskir knattspyrnumenn voru í eldlínunni víðsvegar um Evrópu í dag. Mbl.is fylgdist vel með og hér fyrir neðan má sjá hvernig leikmönnunum og liðum þeirra vegnaði.

Samúel Kári Friðjónsson og Sverrir Ingi Ingason voru á skotskónum með sínum liðum og nú er ljóst að það verður Íslendingaslagur í umspili um sæti í efstu deild Noregs. 

DANMÖRK

FC Köbenhavn - Bröndby 2:1
Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn með Bröndby sem er í 4. sæti deildarinnar með 31 stig eftir 18 leiki. 

Hjörtur Hermannsson spilaði í stórslag.
Hjörtur Hermannsson spilaði í stórslag.

Randers - SönderjyskE 3:0
Eggert Gunnþór Jónsson lék allan leikinn með SönderjyskE en Ísak Óli Ólafsson sat á bekknum. SönderjyskE er í 11. sæti deildarinnar með 19 stig eftir 18 leiki. 

Esbjerg - AGF 1:2
Jón Dagur Þorsteinsson lék fyrstu 85 mínúturnar með AGF sem er í 3. sæti með 32 stig eftir 18 leiki. 

ÞÝSKALAND

B-deild:
Sandhausen - Stuttgart 2:1
Rúrik Gíslason var allan tímann á varamannabekk Sandhausen sem er í 7. sæti með 21 stig eftir 15 leiki. 

Darmstadt - Arminia Bielefeld 1:3
Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn með Darmstad sem er í 12. sæti deildarinnar með 18 stig eftir 15 leiki. 

NOREGUR

Molde - Bodö/Glimt 4:2
Oliver Sigurjónsson var ekki í leikmannahópi Bodö/Glimt sem endar í 2. sæti deildarinnar með 54 stig. 

Mjöndalen - Vålerenga 2:0
Matthías Vilhjálmsson lék ekki með Vålerenga sem endar í 10. sæti deildarinnar með 34 stig. 

Brann - Viking 1:5
Samúel Kári Friðjónsson kom inn á sem varamaður á 69. mínútu og skoraði fimmta mark Viking. Axel Óskar Andrésson er frá keppni vegna meiðsla. Liðið endar í 5. sæti deildarinnar með 47 stig. 

Samúel Kári Friðjónsson skoraði.
Samúel Kári Friðjónsson skoraði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lilleström - Sarpsborg 0:0
Arnór Smárason lék fyrstu 61 mínútuna með Lilleström sem endar í 14. sæti deildarinnar með 30 og mætir Start í umspili um sæti í efstu deild.  

Umspil, 2. umferð:
Start - KFUM Ósló 1:0
Aron Sigurðarson var tekinn af velli í uppbótartíma. Jóhannes Harðarson
þjálfar liðið. Start mætir Lilleström í umspili um sæti í efstu deild. 

Aron Sigurðarson er kominn í úrslit umspilsins.
Aron Sigurðarson er kominn í úrslit umspilsins. Ljósmynd/Start

GRIKKLAND

Olympiacos - PAOK 1:1
Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn með PAOK og skoraði mark liðsins. PAOK er í 2. sæti deildarinnar með 28 stig, jafnmörg og Olympiacos sem er í toppsætinu. 

HOLLAND

AZ Alkmaar - Venlo 1:0
Albert Guðmundsson hjá AZ er frá keppni framyfir áramót vegna meiðsla. Liðið er í 2. sæti með 35 stig eftir 15 leiki. 

PSV Eindhoven - Twente 1:0
Anna Björk Kristjánsdóttir var ekki í leikmannahópi PSV Eindhoven sem er í toppsætinu með 26 stig eftir 10 leiki. 

BELGÍA

Oostende - Anderlecht 3:2
Ari Freyr Skúlason var ekki í leikmannahópi Oostende vegna meiðsla en lið hans vann góðan sigur og er í 14. sæti með 15 stig eftir 17 leiki. 

PÓLLAND

Rakow - Jagiellonia 2:1
Böðvar Böðvarsson lék allan leikinn með Jagiellonia sem er í 8. sæti deildarinnar með 26 stig eftir 17 leiki. 

Böðvar Böðvarsson spilaði með Jagiellonia.
Böðvar Böðvarsson spilaði með Jagiellonia. Ljósmynd/Kamil Swirydowicz

HVÍTA-RÚSSLAND

Zhodino - BATE Borisov 1:2
Willum Þór Willumsson kom inn á sem varamaður á 72. mínútu hjá BATE sem endar í 2. sæti deildarinnar með 70 stig úr 30 leikjum. 

TYRKLAND

B-deild:
Umraniyespor - Akhisarspor 2:2
Theódór Elmar Bjarnason lék allan leikinn með Akhisarspor sem er í 5. sæti deildarinnar með 22 stig eftir 13 leiki. 

SPÁNN

B-deild:
Real Oviedo - Rayo Vallecano 2:1
Diego Jóhannesson var ekki í leikmannahópi Oviedo sem er í 18. sæti með 18 stig eftir 18 leiki. 

mbl.is