Lagði upp í fyrsta sigrinum

Ingibjörg Sigurðardóttir lagði upp mark.
Ingibjörg Sigurðardóttir lagði upp mark. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vålerenga hafði betur gegn Røa, 2:0, á heimavelli í 2. umferð í norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leikinn með Vålerenga og lagði upp annað markið. 

Vålerenga tapaði á útivelli gegn Sandviken í fyrstu umferðinni og var sigurinn sá fyrsti á leiktíðinni hjá Ingibjörgu og samherjum hennar. 

Ingibjörg gekk í raðir Vålerenga frá Djurgården Í Svíþjóð fyrir leiktíðina. Hefur hún leikið 30 A-landsleiki á ferlinum, en hún er uppalin hjá Grindavík. Lék hún með Grindavík og Breiðabliki áður en hún hélt í atvinnumennsku. 

mbl.is