Mættur til starfa í Danmörku

Ólafur Kristjánsson er mættur til starfa hjá Esbjerg.
Ólafur Kristjánsson er mættur til starfa hjá Esbjerg. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnuþjálfarinn Ólafur Kristjánsson er mættur til starfa hjá danska liðinu Esbjerg en hann hætti með FH á dögunum og tók við danska liðinu. 

Undirbúningur fyrir næsta tímabil í Danmörku er farinn af stað en Esbjerg mætir Skive í 1. umferð dönsku B-deildarinnar 13. sepetember næstkomandi. Féll Esbjerg úr úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. 

Fyrsti leikur undir stjórn Ólafs verður gegn Aarhus Fremad í æfingaleik næstkomandi mánudag. Hér að neðan má sjá myndir af Ólafi á fyrstu æfingu liðsins. 

mbl.is