Torres orðinn leikmaður Manchester City

Real Madrídingurinn Toni Kroos í baráttunni við Ferran Torres í …
Real Madrídingurinn Toni Kroos í baráttunni við Ferran Torres í leik gegn Valencia. AFP

Enska knatt­spyrnu­fé­lagið Manchester City hefur staðfest kaupin á Ferran Torres frá Valencia. Kaupverðið er um 23 milljónir evra.

Tor­res, sem er tví­tug­ur Spán­verji, hef­ur leikið vel með Valencia á leiktíðinni og varð hann yngsti leikmaður­inn í sögu fé­lags­ins til að skora í Meist­ara­deild­inni fyr­ir ára­mót. Hann hefur skrifað undir fimm ára samning í Manchester og er væntanlega ætlað að fylla í skarð Leroy Sané sem gekk til liðs við Bayern München fyrr í sumar.

Tor­res verður ekki eini leikmaður­inn sem City kaup­ir í sum­ar ef marka má enska fjölmiðla. Guardian greindi frá því í gær að viðræður við Bour­nemouth um kaup á miðverðinum Nath­an Aké eru hafn­ar. Aké hef­ur verið einn besti leikmaður Bour­nemouth síðustu ár en hann kom til fé­lags­ins frá Chel­sea og hef­ur leikið með hol­lenska landsliðinu að und­an­förnu. 

mbl.is