Albert á enn möguleika – Sverrir úr leik

Albert Guðmundsson í baráttunni í leik AZ Alkmaar og Real …
Albert Guðmundsson í baráttunni í leik AZ Alkmaar og Real Sociedad í Evrópudeildinni í síðustu viku. AFP

Albert Guðmundsson lék 70. mínútur í 1:1 jafntefli AZ Alkmaar frá Hollandi gegn Napoli frá Ítalíu í F-riðli Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í kvöld.

AZ á því enn möguleika á að komast áfram í 32 liða úrslit þar sem liðið er jafnt Real Sociedad og tveimur stigum á eftir Napoli fyrir lokaumferðina.

Í E-riðli tapaði PAOK frá Grikklandi, lið Sverris Inga Ingasonar, 2:1 fyrir Omonia Nicosia frá Kýpur á útivelli. Tapið þýðir að PAOK er úr leik. Sverrir sat allan tímann á varamannabekk PAOK.

Í G-riðlinum tapaði enska liðið Leicester City 1:0 fyrir Zorya Luhansk frá Úkraínu á útivelli, á meðan Braga frá Portúgal vann 4:2 sigur á AEK Aþenu. Leicester var nú þegar komið áfram í 32 liða úrslitin.

Í J-riðli keppninnar gerði Tottenham 3:3 jafntefli gegn LASK Linz frá Austurríki á útivelli. Tottenham er komið áfram í 32 liða úrslitin.

Liðin sem eru búin að tryggja sig í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar þegar ein umferð er óleikin eru eftirtalin:

Roma

Arsenal

Villarreal

Dinamo Zagreb

Hoffenheim

Rauða Stjarnan

Slavia Prag

Bayer Leverkusen

Rangers

Benfica

Granada

PSV Eindhoven

Leicester City

Braga

Lille

AC Milan

Tottenham

Antwerpen

Krasnodar (úr Meistaradeild Evrópu)

mbl.is