Albert á enn möguleika – Sverrir úr leik

Albert Guðmundsson í baráttunni í leik AZ Alkmaar og Real …
Albert Guðmundsson í baráttunni í leik AZ Alkmaar og Real Sociedad í Evrópudeildinni í síðustu viku. AFP

Albert Guðmundsson lék 70. mínútur í 1:1 jafntefli AZ Alkmaar frá Hollandi gegn Napoli frá Ítalíu í F-riðli Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í kvöld.

AZ á því enn möguleika á að komast áfram í 32 liða úrslit þar sem liðið er jafnt Real Sociedad og tveimur stigum á eftir Napoli fyrir lokaumferðina.

Í E-riðli tapaði PAOK frá Grikklandi, lið Sverris Inga Ingasonar, 2:1 fyrir Omonia Nicosia frá Kýpur á útivelli. Tapið þýðir að PAOK er úr leik. Sverrir sat allan tímann á varamannabekk PAOK.

Í G-riðlinum tapaði enska liðið Leicester City 1:0 fyrir Zorya Luhansk frá Úkraínu á útivelli, á meðan Braga frá Portúgal vann 4:2 sigur á AEK Aþenu. Leicester var nú þegar komið áfram í 32 liða úrslitin.

Í J-riðli keppninnar gerði Tottenham 3:3 jafntefli gegn LASK Linz frá Austurríki á útivelli. Tottenham er komið áfram í 32 liða úrslitin.

Liðin sem eru búin að tryggja sig í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar þegar ein umferð er óleikin eru eftirtalin:

Roma

Arsenal

Villarreal

Dinamo Zagreb

Hoffenheim

Rauða Stjarnan

Slavia Prag

Bayer Leverkusen

Rangers

Benfica

Granada

PSV Eindhoven

Leicester City

Braga

Lille

AC Milan

Tottenham

Antwerpen

Krasnodar (úr Meistaradeild Evrópu)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert