Markvörðurinn missti stjórn á skapi sínu

Skömmu eftir umræddan leik fór Ed de Goey til Englands …
Skömmu eftir umræddan leik fór Ed de Goey til Englands og lék þar um árabil með Chelsea og Stoke. AFP

Þar sem mér er fátt menningarlegt óviðkomandi lét ég plata mig í skólaferðalag til Benidorm sumarið 1996. Var það í fjölmennum hópi með Fönklistagenginu, Steina sleggju og fleiri hressum.

Einhver sparkáhugamaður komst á snoðir um að á svæðinu væri í gangi fjögurra liða undirbúningsmót fyrir komandi sparktíð í Evrópu.

Úr varð að nokkrir úr hópnum fóru og sáu leik Valencia og Feyenoord á leikvangi sem lét lítið yfir sér. Internetnotkun getur ekki hafa talist almenn á þessum tíma og menn voru því ekki með nýjustu upplýsingar um leikmannahópa liðanna en vissu að Brasilíumaðurinn Romario hafði gengið í raðir Valencia.

En eftirminnilegasta atvik leiksins varð þegar markvörður hollenska liðsins, hinn hávaxni Ed de Goey, missti gersamlega stjórn á skapinu. Sóknarmaður Valencia reitti tröllið til reiði. Ekki var það Romario en ef til vill Ortega eða Claudio Lopez. Þeir voru ekki frægir frekar en Van Bronckhorst og Boateng hjá Feyenoord.

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert