Eyjakonan skoraði fjögur

Cloé Lacasse fagnar marki með Benfica.
Cloé Lacasse fagnar marki með Benfica. Ljósmynd/SL Benfica

Knattspyrnukonan Cloé Lacasse gerði sér lítið fyrir og skoraði fjögur mörk í 7:0-sigri SL Benfica á Torreense í úrslitakeppni portúgölsku úrvalsdeildarinnar í dag. 

Cloé, sem er frá Kanada en með íslenskan ríkisborgararétt, kom SL Benfica í 2:0 og skoraði svo þrjú síðustu mörkin í afar sannfærandi heimasigri. 

Cloé lék á sín­um tíma 79 leiki með ÍBV í efstu deild og skoraði í þeim 54 mörk. Hún tók upp nafnið Eyja á dögunum og heitir nú fullu nafni Cloé Zoé Eyja Lacasse. 

Sóknarmaðurinn hefur verið í stuði á leiktíðinni og skorað ellefu mörk í níu leikjum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert