Það gerist ekki betra

Ciro Immobile skorar annað mark ítalíu.
Ciro Immobile skorar annað mark ítalíu. AFP

„Að sjá stuðningsmenn fagna eftir allan þennan tíma var æðislegt,“ sagði Ciro Immobile við Sky á Ítalíu eftir 3:0-sigur Ítalíu á Tyrklandi í upphafsleik EM í fótbolta í kvöld. Immobile skoraði annað mark Ítala á 66. mínútu. 

„Við vorum þolinmóðir á móti góðu liði. Tyrkir eru erfiðir fyrir alla. Við reynum að þreyta þá með því að spila boltanum hratt á milli okkar. Því miður lentum við stundum á móti vegg á móti þeim, þar sem við erum ekki eins sterkir í loftinu. Þeir urðu svo þreyttari eftir hlé og eftir fyrsta markið fengum við meira pláss og þá komu gæðin okkar í ljós.“

Immobile var að spila sinn fyrsta leik á Evrópumóti og á heimavelli sínum. Framherjinn leikur með Lazio sem spilar heimavelli sína á Ólympíuvellinum í Róm. „Það gerist ekki betra en að skora í fyrsta leik á Evrópumóti á mínum velli,“ sagði Immobile.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert