Tíu sem geta fengið Gullboltann í kvöld

Norðmaðurinn Erling Haaland missti naumlega af því að komast í …
Norðmaðurinn Erling Haaland missti naumlega af því að komast í hóp tíu bestu en hann hafnaði í ellefta sæti í kjöri France Football. AFP

Klukkan 19.30 hefst í París hátíð franska knattspyrnutímaritsins France Football sem þar afhendir Gullboltann, Ballon D'Or, í 55. skipti en hann hlýtur besti knattspyrnumaður heims á viðkomandi ári.

Um leið verður besta knattspyrnukona heims verðlaunuð í þriðja skipti og einnig verður opinberað hverjir eru kjörnir besti ungi knattspyrnumaður heims og besti markvörður heims.

Síðustu tvo tímana hefur France Football talið niður og birt þá sem enduðu í ellefta til þrítugasta sæti í kjörinu og þar með liggur fyrir hvaða tíu koma til greina í keppninni um efsta sætið.

Þessir eru í sætum 30 til ellefu, talið niður:

29= Luka Modric (Real Madrid)
29= Cesar Azpilicueta (Chelsea)
26= Nicolo Barella (Internazionale)
26= Rúben Dias (Manchester City)
26= Gerard Moreno (Villarreal)
25 Phil Foden (Manchester City)
24 Pedri (Barcelona)
23 Harry Kane (Tottenham)
21= Lautaro Martinez (Internazionale)
21= Bruno Fernandes (Manchester United)
20 Riyad Mahrez (Manchester City)
19 Mason Mount (Chelsea)
18 Simon Kjær (AC Milan)
17 Luis Suárez (Atletico Madrid)
16 Neymar (Paris Saint-Germain)
15 Raheem Sterling (Manchester City)
14 Leonardo Bonucci (Juventus)
13 Giorgio Chiellini (Juventus)
12 Romelu Lukaku (Chelsea)
11 Erling Haaland (Borussia Dortmund)

Og þar með standa eftir þessir tíu leikmenn. Einn þeirra hlýtur Gullboltann.

Karim Benzema (Real Madrid)
Kevin De Bruyne (Manchester City)
Gianluigi Donnarumma (Paris Saint-Germain)
Jorginho (Chelsea)
N’Golo Kante (Chelsea)
Robert Lewandowski (Bayern München)
Kylian Mbappé (Paris Saint-Germain)
Lionel Messi (Paris Saint-Germain)
Cristiano Ronaldo (Manchester United)
Mohamed Salah (Liverpool)

Lionel Messi hefur oftast fengið Gullboltann, sex sinnum, og Cristiano Ronaldo fimm sinnum. Michel Platini, Johan Cruyff og Marco van Basten koma næstir en þeir hrepptu viðurkenninguna þrisvar hver.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert