Samúel á leið til Grikklands

Samúel Kári Friðjónsson er á leiðinni til Grikklands.
Samúel Kári Friðjónsson er á leiðinni til Grikklands. Ljósmynd/Viking

Knattspyrnumaðurinn Samúel Kári Friðjónsson er að yfirgefa norska félagið Viking og að ganga í raðir félags í Grikklandi.

Erik Nevland, íþróttastjóri Viking, staðfesti tíðindin við Aftonbladet en hann nefndi ekki um hvaða gríska félag er að ræða. Að sögn Nevland á Samúel aðeins eftir að standast læknisskoðun, áður en hann verður kynntur hjá nýja félaginu.

Samúel, sem er 26 ára, hefur leikið með Viking frá árinu 2019 en hann hefur einnig leikið með Vålerenga í Noregi og Paderborn í Þýskalandi. Þá var hann um tíma á mála hjá Reading á Englandi, en hann er uppalinn hjá Keflavík.  

Grikkland er vinsæll áfangastaður fyrir íslenska knattspyrnumenn því Guðmundur Þórarinsson samdi á dögunum við OFI Krít og Hörður Björgvin Magnússon við Panathinaikos. Sverrir Ingi Ingason var fyrir hjá PAOK og Ögmundur Kristinsson hjá Olympiacos. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert