Danir lögðu heimsmeistarana í annað sinn

Andreas Skov Olsen kom Danmörk í 2:0 forystu í fyrri …
Andreas Skov Olsen kom Danmörk í 2:0 forystu í fyrri hálfleik. AFP/Franck Fife

Danir tóku á móti heimsmeisturunum Frökkum í Þjóðadeildinni í knattspyrnu í kvöld. Leikið var á Parken-vellinum í Danmörku.

Frakkar byrjuðu leikinn betur og voru meira með boltann en Kasper Dolberg kom Dönum þó yfir á 34. mínútu eftir góða fyrirgjöf frá Mikkel Damsgaard.

Andreas Skov Olsen kom Dönum svo í 2:0 fimm mínútum síðar og voru heimamenn í góðum málum í leikhléi.

Sótt var á báða bóga í síðari hálfleik en fleiri urðu mörkin ekki, lokatölur urðu 2:0 með sigri Dana. Danir vinna því báða leiki sína gegn Frökkum, heima og úti, í Þjóðadeildinni í ár.

Frakkar ljúka leik í A-riðli í þriðja sæti en Danir missa af fyrsta sætinu og tækifærinu til að fara í undanúrslit. Króatía hreppir það eftir 3:1 sigur á Austurríki í kvöld.

Luka Modric, Marko Livaja og fyrrum Liverpool maðurinn Dejan Lovern voru markaskorarar Króata í leiknum.

Þá er Wales fallið niður í B-deild Þjóðadeildarinnar eftir 1:0 tap gegn Póllandi á Cardiff-vellinum í kvöld. Karol Świderski skoraði eina mark leiksins og sigurmark Pólverja á 58. mínútu.

Pólverjar ljúka leik í þriðja sæti en Hollendingar fara með sigur úr býtum í riðlinum og fara í undanúrslit eftir 1:0 sigur gegn Belgíu. Virgil van Dijk skoraði sigurmark Hollendinga á 73. mínútu.

mbl.is