Orkudrykkjaliðin sigruðu í Meistaradeildinni

André Silva tryggði RB Leipzig sigur á Celtic í dag.
André Silva tryggði RB Leipzig sigur á Celtic í dag. AFP

Tveir leikir af átta í Meistaradeild Evrópu í kvöld hófust klukkan 16:45. Voru það leikir RB Leipzig - Celtic og RB Salzburg - Dinamo Zagreb.

RB Leipzig vann 3:1 sigur á Celtic í Þýskalandi. Christopher Nkunku kom heimamönnum yfir á 27. mínútu áður en Portúgalinn Jota jafnaði metin fyrir skosku meistarana á 48. mínútu. Landi hans, André Silva skoraði svo tvö mörk og tryggði Leipzig afar mikilvægan 3:1 sigur. 

Staðan í riðlinum er því eftirfarandi:

1. Real Madrid - 6 stig. 

2. Shaktar Donetsk - 4 stig. 

3. RB Leipzig - 3 stig. 

4. Celtic - 1 stig. 

Real Madrid og Shaktar Donetsk mætast svo í Madrid klukkan 19:00.

RB Salzburg vann sterkan 1:0 sigur á Dinamo Zagreb í Austurríki í dag. Eina mark leiksins skoraði Svisslendingurinn Noah Okafor úr vítaspyrnu á 71. mínútu. 

Staðan í riðlinum eftir leikinn er:

1. Salzburg - 5 stig 

2. AC Milan - 4 stig

3. Dinamo Zagreb - 3 stig 

4. Chelsea - 1 stig. 

Chelsea og AC Milan mætast svo í Lundúnum klukkan 19:00. 

Svisslendingurinn Noah Okafor fagnar marki sínu í dag.
Svisslendingurinn Noah Okafor fagnar marki sínu í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert