Arsenal sannfærandi gegn Alfons og félögum

Alfons Sampsted í baráttunni við Arsenal-manninn Gabriel Jesus í kvöld.
Alfons Sampsted í baráttunni við Arsenal-manninn Gabriel Jesus í kvöld. AFP/Daniel Leal

Enska úrvalsdeildarliðið Arsenal átti ekki í miklum vandræðum með að vinna 3:0-heimasigur á Bodø/Glimt frá Noregi í Evrópudeildinni í fótbolta í kvöld.

Eddie Nketiah kom Arsenal á bragðið á 23. mínútu og fimm mínútum síðar bætti Rob Holdin við öðru marki og var staðan í hálfleik 2:0. Fábio Vieira gulltryggði 3:0-sigur Arsenal á 84. mínútu.

Alfons Sampsted lék allan leikinn með Bodø/Glimt og nældi sér í gult spjald á 53. mínútu fyrir brot á Gabriel Martinelli.

Arsenal hefur unnið báða leiki sína til þessa á meðan Bodø/Glimt er með fjögur stig eftir þrjá leiki. Leik Arsenal og PSV, sem átti að fara fram 15. október, var frestað vegna andláts Elísabetar II Bretlandsdrottningar.

Þá vann Real Betis frá Spáni sterkan 2:1-útisigur á ítalska liðinu Roma. Paulo Dybala kom Roma yfir á 34. mínútu og Guido Rodríguez jafnaði á 40. mínútu. Luiz Henrique sá um að gera sigurmark Real Betis á 88. mínútu.

Elías Rafn Ólafsson var allan tímann á bekknum hjá Midtjylland er liðið gerði 2:2-jafntefli á heimavelli gegn Feyenoord en Ögmundur Kristinsson var ekki í leikmannahópi Olympiacos í 0:3-tapi á heimavelli gegn Qarabag.

Úrslit úr öðrum leikjum sem hófust klukkan 19:
Braga – Union SG 1:2
Fenerbahce – AEK 2:0
Freiburg – Nantes 2:0
Rennes – Dinamo Kíev 2:1

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert