Brynjar að missa starfið

Brynjar Björn Gunnarsson er að missa starfið í Svíþjóð.
Brynjar Björn Gunnarsson er að missa starfið í Svíþjóð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnuþjálfarinn Brynjar Björn Gunnarsson er að missa starfið sem þjálfari Örgryte í Svíþjóð, samkvæmt Aftonbladet.

Sænska blaðið greinir frá því að Jeffrey Aubynn, aðstoðarþjálfari Malmö, sé að taka við af Brynjari. Þá greinir blaðið einnig frá því að forráðamenn félagsins séu ósáttir við frammistöðu Brynjars með liðið.

Eru það kaldar kveðjur til Brynjars, sem tók við Örgryte þegar liðið var á botninum og stigalaust í B-deildinni eftir sjö umferðir. Undir stjórn Brynjars tókst liðinu að halda sæti sínu í deildinni.

mbl.is