Bolt kom fyrstur í mark

Usain Bolt kom fyrstur í mark.
Usain Bolt kom fyrstur í mark. AFP

Usain Bolt og félagar hans í boðhlaupssveit Jamaíka unnu sinn riðil í undanrásum í 4x 100 metra hlaupi á HM í London. Bolt tók síðasta sprett Jamaíka og kom fyrstur í mark í næstsíðasta hlaupi sínu á ferlinum. 

Sveitin frá Jamaíka hljóp á 42,50 sekúndum og fer með fimmta besta tímann inn í úrslitin. Bandaríska sveitin var með besta tímann, 41,84 sekúndur en á meðal hlaupara hjá í bandarísku sveitinni var Justin Gatlin, heimsmeistari í 100 metra hlaupi. 

Bretar og Þjóðverjar voru í 2. og 3. sæti en sveit Sviss, Hollands, Brasilíu og Trínidad og Tóbagó keppa einnig í úrslitahlaupinu sem fram fer á morgun. 

mbl.is