Bikar á loft á Akureyri?

Frá leik liðanna í Fagralundi á dögunum.
Frá leik liðanna í Fagralundi á dögunum. mbl.is/Valgarður Gíslason

Úrslitin geta ráðist á Íslandsmóti karla í blaki í kvöld þegar KA tekur á móti HK í KA-heimilinu á Akureyri. 

Með sigri í kvöld verður KA Íslandsmeistari en takist HK að vinna þá mætast liðin í fjórða leik í Fagralundi. Vinna þarf þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari.

KA er 2:0 yfir en liðið hefur haft betur 3:1 í báðum leikjunum. Fyrsti leikurinn fór fram á Akureyri en sá næsti í Kópavoginum. 

mbl.is