Kompany nælir í gamlan liðsfélaga

Samir Nasri er orðinn leikmaður Anderlecht.
Samir Nasri er orðinn leikmaður Anderlecht. Ljósmynd/Anderlecht

Vincent Kompany, spilandi knattspyrnustjóri Anderlecht, er búinn að ná í sinn fyrsta leikmann eftir að hann yfirgaf Manchester City til að taka við belgíska liðinu. Leikmaðurinn er Samir Nasri. Kompany þekkir kauða vel, enda léku þeir saman með Manchester City. 

Nasri kemur til Anderlecht á frjálsri sölu, þar sem samaningur hans við West Ham var runninn út. Franski miðjumaðurinn lék aðeins fimm leiki í ensku úrvalsdeildinni fyrir West Ham vegna meiðsla. 

Nasri lék á sínum tíma 124 deildarleiki fyrir Manchester City og skoraði í þeim 18 mörk. Hann og Kompany voru liðsfélagar frá 2011 til 2017.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert