Ásdís og Guðni frjálsíþróttafólk ársins

Ásdís Hjálmsdóttir lagði spjótið á hilluna á árinu.
Ásdís Hjálmsdóttir lagði spjótið á hilluna á árinu. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir Annerud og kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason eru frjálsíþróttafólk ársins en þetta kom fram í fréttatilkynningu sem frjálsíþróttasamband Íslands sendi frá sér í dag.

Ásdís lagði skóna á hilluna eftir tímabilið og hennar síðasta mót var Castorama-mótið í Svíþjóð þar sem hún keppti í kúluvarpi, spjótkasti, kringlukasti og sleggjukasti. 

Ásdís á Íslandsmetið í spjótkasti sem er 63,66 metrar en það setti hún árið 2017. Hún hefur keppt á þrennum Ólympíuleikum, 2008, 2012 og 2016 en hún hefur lengi verið á meðal fremstu spjótkastara heims.

Guðni bætti 31 árs gamalt Íslandsmet í kringlukasti í í september þegar hann kostaði kringlunni 69,35 metra. Guðni vonast til að ná lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana í Tókýó 2021 en til þess að tryggja sér sæti í Japan þarf hann að kasta yfir 66 metra.

Guðni Valur Guðnason bætti 31 árs gamalt Íslandsmet í september.
Guðni Valur Guðnason bætti 31 árs gamalt Íslandsmet í september. Ljósmynd/FRÍ

Aðrar viðurkenningar FRÍ:

Hópur ársins: UFA

Nefnd ársins: Langhlaupanefnd

Þjálfari ársins: Pétur Guðmundsson

Piltur ársins 19 ára og yngri: Kristján Viggó Sigfinnsson

Stúlka ársins 19 ára og yngri: Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir

Óvæntasta afrek 19 ára og yngri: Eva María Baldursdóttir fyrir stúlknamet í hástökki

Hvatningarverðlaun unglingaþjálfara: Óskar Hlynsson

Bestu afrek öldunga: Anna Sofia Rappich og Kristján Gissurarson

Götuhlauparar ársins: Guðlaug Edda Hannesdóttir og Hlynur Andrésson

Utanvegahlauparar ársins: Rannveg Oddsdóttir og Örvar Steingrímsson

Lagnhlauparar ársins: Andrea Kolbeinsdóttir og Hlynur Andrésson

Stigahæsta afrekið: Guðni Valur Guðnason fyrir Íslandsmet sitt í kringlukasti

Jónsbikar fyrir besta spretthlaupsafrekið: Kolbeinn Höður Gunnarsson fyrir Íslandsmet í 200 metra hlaupi innanhúss.

Stökkvarar ársins: Hafdís Sigurðardóttir og Kristján Viggó Sigfinnsson

Millivegalengdarhlauparar ársins: Ingibjörg Sigurðardóttir og Hlynur Andrésson

Kastarar ársins: Ásdís Hjálmsdóttir og Guðni Valur Guðnason

Sprettthlauparar ársins: Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Kolbeinn Höður Gunnarsson

Fjölþrautarfólk ársins: Ísak Óli Traustason og María Rún Gunnlaugsdóttir

Óvæntasta afrekið: Baldvin Þór Magnússon fyrir piltamet í 3.000 metra hlaupi innanhúss

Frjálsíþróttakraftur ársins: Hilmar Örn Jónsson og Vigdís Jónsdóttir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert