Magnaður tennissigur

Leolia Jeanjean í leiknum í dag.
Leolia Jeanjean í leiknum í dag. Getty Images

Frakinn Leolia Jeanjean sló út téknesku Karolína Plíšková í annarri umferð opna franska meistaramóts kvenna í tennis í París í dag. Jeanjean sigraði Pliskova 6:2, 6:2.

Þetta er fyrsta meistaramót Jeanjean sem er númer 227 á heimslistanum. Pliskova er hinsvegar númer átta á heimslitsanum og er Jeanjean því sú neðsta á heimslistanum til að sigra topp tíu tennisspilara á opna franska meistaramótinu síðan Conchita Martinez sigraði Lori McNeil árið 1998. 

Jeanjean, sem trúði varla sínum eigin augum, hafði aðeins einu sinni fyrir þennan leik spilað við leikmann í topp 100. 

Jeanjean mætir Camelia Begu í 3. umferð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert