Rússar fá að keppa á Ólympíuleikum

Ólympíufáninn og rússneski fáninn á opnunarhátíð vetrarólympíuleikanna í Sochi árið …
Ólympíufáninn og rússneski fáninn á opnunarhátíð vetrarólympíuleikanna í Sochi árið 2014. Íþróttamenn frá bæði Rússlandi og Hvíta-Rússlandi fá að keppa á Ólympíuleikunum í París í sumar undir hlutlausum fána. /Yuri Kadobnov

Íþróttamenn frá bæði Rússlandi og Hvíta-Rússlandi fá að keppa á Ólympíuleikunum í París í sumar undir hlutlausum fána.

Þetta hefur Alþjóðaólympíunefndin staðfest.

Virðing við mannréttindi íþróttamannanna

Eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar á síðasta ári var ákveðið að meina íþróttamönnum frá bæði Rússlandi og Hvíta-Rússlandi að taka þátt á Ólympíuleikum.

Í vikunni hvöttu hins vegar ólympísk íþróttasambönd til þess að íþróttamennirnir fengju leyfi til keppni undir hlutlausum fána.

Samþykkt Alþjóðaólympíunefndarinnar lítur ströngum skilyrðum en meðal annars mega Íþróttamennirnir ekki hafa opinberlega stutt við innrásarstríð Rússa í Úkraínu.

Í tilkynningu segir nefndin það virðingu við mannréttindi íþróttamannanna að þeir fái að keppa þrátt fyrir að ólympíunefndir þjóðanna hafi verið bannaðar.

Ólympíunefnd Úkraínu hefur hótað því að sniðganga íþróttamenn frá Úkraínu muni sniðganga leikana verði banninu ekki haldið til streitu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert