Bókanir færst nær brottfarardegi

Vél Monarch flugfélagsins.
Vél Monarch flugfélagsins.

Forstjóri breska flugfélagsins Monarch segir að farþegar séu að bíða lengur með að bóka flug eftir nýlegar hryðjuverkaárásir í París og á rússnesku farþegaþotuna yfir Sinaí-skaga.

Andrew Swaffield segir að dregið hafi úr bókunum strax í kjölfar árásanna en að nú séu þær aftur að komast í eðlilegt horf. Flug til borgarinnar Sharm el-Sheikh, þaðan sem farþegaþotan var að koma, hafa þó ekki verið hafin á ný.

Í samtali við BBC segir hann bókanir hafa færst nær brottfarardegi. „Bókanir eru miklar og það er ekkert áhugaleysi, en þeir eru ekki að bóka langt fram í tímann, vegna þess að þeir eru að bíða og sjá hvað heimurinn hefur upp á að bjóða,“ sagði Swaffield.

„Þetta ástand mun örugglega vara í einhvern tíma áður en hlutirnir komast aftur í rétt horf.“

Flugfélagið gerir ráð fyrir ríflega 40 milljóna punda hagnaði á þessu ári eftir uppstokkun í rekstri má síðasta ári.

Félagið tapaði 94 milljónum punda árið 2014.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK