Ekki hryðjuverkaárás

AFP

Egypsk yfirvöld segja að ekki hafi neitt komið fram sem sanni að Ríki íslams hafi grandað rússneskri farþegaþotu sem fórst yfir Sínaí-skaga 31. október. Allir borð, 224, létust.

Þetta er frumniðurstaða rannsóknar egypskra yfirvalda sem birt var í morgun en því hefur verið haldið fram að hryðjuverkamenn hafi grandað flugvélinni.

Þetta kemur fram á vef Independent

 Yf­ir­maður leyniþjón­ustu Rúss­lands greindi frá því í síðasta mánuði að hryðju­verk hafi verið að ræða þegar rúss­nesk þotan fórst.

„Leif­ar af út­lendu sprengi­efni fund­ust í braki Air­bus vél­ar­inn­ar,“ sagði Al­ex­and­er Bortni­kov yf­ir­maður leyniþjón­ust­unn­ar á þeim tíma og að starfsmaður á flugvellinum í Sharm El Sheikh hafi komið sprengjunni fyrir. 

Rússneskir sérfræðingar segja að þotan hafi splundr­ast á flugi þegar sprengj­an sprakk en kraft­ur henn­ar jafnaðist á við eitt kíló af TNT.

Vla­dimír Pútín, Rúss­lands­for­seti, hefur heitið því að að hafa uppi á og refsa þeim sem bera ábyrgð á hryðju­verka­árás­inni. Ríki íslam hef­ur lýst sök­inni á til­ræðinu á hend­ur sér. Flest­ir þeirra sem lét­ust voru Rúss­ar á heim­leið frá or­lofsstaðnum Sharm el-Sheikh.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert