Réðu ekki við Kasakstan

Kvennalandslið Íslands í íshokkí.
Kvennalandslið Íslands í íshokkí. Ljósmynd/ÍHÍ

Ísland beið lægri hlut fyrir Kasakstan, 7:2, í 2. deild A á heimsmeistaramótinu í íshokkí kvenna þegar liðin mættust í Andorra í dag.

Staðan var orðin 7:0 fyrir Kasakstan um miðjan annan leikhluta en síðan minnkaði Laura-Ann Murphy í 7:1 áður en honum lauk og Katrín Björnsdóttir bætti við marki í byrjun þriðja og síðasta leikhluta.

Íslenska liðið er því með þrjú stig eftir einn sigur og tvö töp í fyrstu þremur leikjum sínum. Ísland mætir Mexíkó á morgun og svo Taívan í lokaumferðinni á laugardaginn.

Kasakstan og Spánn virðast í sérflokki í deildinni og eru bæði með fullt hús stiga, Ísland og Taívan eru komin með þrjú stig en Mexíkó og Belgía eru án stiga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert