Allt á réttri leið hjá Valdísi

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. Ljósmynd/Ófeigur Lýðsson

Valdís Þóra Jónsdóttir atvinnukylfingur var aðeins einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn á ActeAGL Canberra Classic-mótinu í Evrópumótaröðinni í golfi um helgina. Hún segir mótið hafa verið rússíbana.

„Þá er mótinu í Canberra lokið og það var örlítill rússíbani. Góð högg og slæm högg eins og alltaf en ég einfaldlega náði ekki að skora almennilega á fyrsta hringnum. Seinni hringurinn var betri þó það hefði verið þægilegt að sjá aðeins fleiri fugla falla þar sem tækifærin voru til staðar. Missti köttið með 1 höggi en það er nú stundum svo. Þetta er allt á réttri leið,“ skrifaði Valdís á Facebook-síðu sína. 

Valdís verður áfram í Ástralíu næstu vikurnar og næsta mót er á Bonville-golfvellinum frá 22. til 25. febrúar. „Ég er komin yfir til Adelaide og mun verja næstu viku hérna. Læt vita af mér fljótlega,“ skrifaði Valdís að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert