Valdís naumlega úr leik

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. mbl.is/Golli

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir úr golfklúbbnnum Leyni frá Akranesi komst ekki þrátt fyrir góða spilamennsku í gegnum niðurskurðinn á Actewagl Canberra Classic í Ástralíu en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi.

Valdís Þóra lék annan hringinn á einu höggi undir pari en fyrsta hringinn á þremur yfir. Hún hefði þurft að leika höggi betur til þess komast áfram og var því ansi nálægt því að komast á lokahringinn sem fram fer í nótt. Valdís fékk þrjá fugla, tvo skolla og 13 pör á öðrum hringum í nótt og lauk leik í 60.-67. sæti.

Þetta er annað mótið á Evr­ópu­mótaröðinni á þessu ári en Val­dís hafnaði í 53. sæti í því fyrsta í Victoria-fylki í Ástr­al­íu um síðustu helgi.

Minjee Lee frá Ástralíu er í forystu en hún er á 14 höggum undir pari eftir ótrúlegan 63 högga hring í nótt.

Staðan í mótinu.

mbl.is
L M Stig
1 Úrúgvæ 3 5:0 9
2 Rússland 3 8:4 6
3 Sádi-Arabía 3 2:7 3
4 Egyptaland 3 2:6 0
L M Stig
1 Spánn 3 6:5 5
2 Portúgal 3 5:4 5
3 Íran 3 2:2 4
4 Marokkó 3 2:4 1
L M Stig
1 Frakkland 3 3:1 7
2 Danmörk 3 2:1 5
3 Perú 3 2:2 3
4 Ástralía 3 2:5 1
L M Stig
1 Króatía 3 7:1 9
2 Argentína 3 3:5 4
3 Nígeria 3 3:4 3
4 Ísland 3 2:5 1
L M Stig
1 Brasilía 3 5:1 7
2 Sviss 3 5:4 5
3 Serbía 3 2:4 3
4 Kostaríka 3 2:5 1
L M Stig
1 Svíþjóð 3 5:2 6
2 Mexíkó 3 3:4 6
3 Suður-Kórea 3 3:3 3
4 Þýskaland 3 2:4 3
L M Stig
1 Belgía 3 9:2 9
2 England 3 8:3 6
3 Túnis 3 5:8 3
4 Panama 3 2:11 0
L M Stig
1 Kólumbía 3 5:2 6
2 Japan 3 4:4 4
3 Senegal 3 4:4 4
4 Pólland 3 2:5 3
Sjá alla riðla