Annað sætið á EM golfklúbba

Aron Snær Júlíusson, Ragnar Már Garðarsson og Sigurðar Arnar Garðarsson …
Aron Snær Júlíusson, Ragnar Már Garðarsson og Sigurðar Arnar Garðarsson skipuðu lið GKG í Frakklandi. Ljósmynd/Golf.is

GKG, Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar, hafnaði í öðru sæti á Evrópumóti golfklúbba í karlaflokki sem fram fór á Golf du Medoc-vellinum í Frakklandi í vikunni. Aron Snær Júlíusson og bræðurinir Ragnar Már Garðarsson og Sigurðar Arnar Garðarsson skipuðu lið GKG.

Þeir léku á samtals tveimur höggum undir pari og er þetta í annað sinn í sögu keppninnar sem klúbbur frá Íslandi endar í öðru sæti á þessu móti. Alls voru 25 klúbbar sem tóku þátt á EM golfklúbba í ár en enski klúbburinn City of Newacstle fagnaði sigri á sex höggum undir pari.

mbl.is