Ætlaði mér svo sem aldrei að byrja í golfi

AFP

Ég ætlaði mér svo sem aldrei að byrja í golfi en eiginkonan dró mig út á völlinn fyrir einu og hálfu ári og fljótlega á eftir fékk ég fyrstu leiðbeiningar frá Bjössa golfkennara hjá Keili.

Nú er ég hundfúll að hafa ekki byrjað að munda kylfurnar miklu fyrr en góðu heilli er aldrei of seint að byrja í þessari skemmtilegu íþrótt.

Þegar ég rita þessi orð er 58 ára afmælisdagurinn að kveldi kominn og ég sé alveg fyrir mér að geta slegið golfkúluna í nokkra áratugi til viðbótar ef guð lofar.

Ég á margt ólært í golfinu og er ekki neinni keppni við aðra um forgjöf. Ég fer í golf fyrst og fremst til að hafa gaman af og það er fátt skemmtilegra en að spila 18 holu hring með frúnni og góðum vinum í góðu veðri.

Sjá allan bakvörðinn á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »