Áhorfandi höfðar mál gegn Tiger

Tiger Woods.
Tiger Woods. AFP

Karlmaður frá Florida hefur höfðað mál gegn kylfingnum Tiger Woods og kylfusveini hans vegna atviks sem átti sér stað á Valspar-mótinu fyrir tveimur árum. 

Maðurinn, sem heitir Brian Borruso, reyndi að ná mynd af sér með Tiger þegar kylfusveinninn Joe LaCava ýtti honum frá, með þeim afleiðingum að Borruso féll við og slasaðist. 

Josh Drechsel, lögfræðingur Borruso, segir að skjólstæðingur hans hafi tekið sér tvö ár í að höfða málið gegn Tiger og LaCava til að fá á hreint hvers konar meiðsli hann væri að glíma við. 

mbl.is