Glæsilegt högg hjá 11 ára syni Tigers Woods

Tiger og Charlie Woods eru flottir saman.
Tiger og Charlie Woods eru flottir saman. AFP

Tiger Woods, einn þekktasti kylfingur allra tíma, leikur um þessar mundir á PNC-meistaramótinu með 11 ára syni sínum Charlie. Mótið er liðakeppni þar sem feðgar eða feðgin leika saman tveggja manna scramble.

Charlie Woods þykir gríðarlega efnilegur kylfingur og hann sýndi hvers vegna á þriðju holunni, sem er par 5, í gær. Voru þeir feðgar um 160 metra frá holunni og strákurinn ungi vippaði glæsilega að holunni og púttaði síðan í kjölfarið fyrir erni. 

Þessi mögnuðu tilþrif hjá hinum ellefu ára gamla Charlie Woods má sjá hér fyrir neðan. 

mbl.is