Tímabundnar reglur í golfinu felldar úr gildi

Frá Íslandsmótinu í golfi í Mosfellsbæ í fyrra.
Frá Íslandsmótinu í golfi í Mosfellsbæ í fyrra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Viðbragðshópur Golfsambands Íslands tilkynnti í dag að heimilt sé að leika golf á ný án þeirra reglna sem settar voru vegna kórónuveirufaraldursins. 

Frá þessu er greint á golf.is en þar kemur fram að heilbrigðisráðuneytið hafi veitt samþykki fyrir þessu. 

Breytingin felur í sér að nú mega kylfingar snerta stangirnar á ný sem settar eru í holurnar. Ekki eru svampar í holunum og hrífurnar eru aftur notaðar til að raka sandgryfjurnar.

Viðbragðshópur GSÍ vegna Covid-19 bendir kylfingum á nauðsyn þess að fylgja áfram bæði almennum- og persónubundnum sóttvörnum og virða gildandi fjöldatakmörk.

Tilkynningin 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert