Lítt fyrirsjáanlegt í gegnum árin

Leikið er á Whistling Straits í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum.
Leikið er á Whistling Straits í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum. AFP

Keppnin um Ryder-bikarinn í golfi verður í fullum gangi um helgina og hófst í gær. Þessi keppni hefur oft verið konfekt fyrir íþróttaunnendur og reynst afar gott sjónvarpsefni.

Ekki síst á lokadeginum þegar allir leikmenn liðanna eru ræstir út og keppt er maður á móti manni. Þá geta sviptingarnar orðið miklar.

Þegar velt er vöngum um hvort liðið sé fyrir fram sigurstranglegra þá er gjarnan horft í stöðu manna á heimslistanum. Sem er ósköp eðlilegt því listinn segir mikið um hvernig mönnum hefur vegnað síðustu vikur og mánuði.

En horfa þarf til fleiri þátta þegar spáð er í spilin fyrir Ryder-bikarinn. Ekki síst vegna þess að notast er við holukeppni. Staða manna á heimslista tekur að mestu leyti mið af árangri í höggleik. Fyrirkomulaginu sem notast er við í langflestum mótum hjá þeim bestu. Auk þess má bæta því við að samkeppnin er svo hörð í íþróttinni að sáralítill munur er á manni í sjöunda sæti heimslistans eða fjórtánda sæti.

Hægt væri að telja upp ansi mörg óvænt úrslit í keppninni í gegnum tíðina en ein viðureign kemur oft upp í hugann hjá mér.

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »