Ísland í 10. sæti eftir framlengingu

Handbolti.
Handbolti. mbl.is

Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna, skipað leikmönnum 18 ára yngri, tapaði í dag fyrir Sviss eftir framlengdan leik um 9. sætið á Opna Evrópumótinu sem fram fer í Gautaborg.

Lokatölur voru 33:31 en að loknum hefðbundnum leiktíma var staðan jöfn, 28:28. Ísland var tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:12.

Mörk Íslands:   Eva Björk Davíðsdóttir 9,     Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 7,  Ragnheiður Ragnarsdóttir 4, Elva Þór Arnardóttir 2, Drífa Þorvaldsdóttir 2, Hekla Rún Ámundadóttir 2, Fanný Hermundardóttir 1,  Hafdís Iura 1, Kristrún Steinþórsdóttir 1, Sigrún Jóhannsdóttir 1, Kristín Helgadóttir 1.

Melkorka Mist Gunnarsdóttir varði 3 skot í markinu, Hildur Gunnarsdóttir 12 skot og Berglind Sigurðardóttir varði 2 skot.

Íslenska liðið vann tvær viðureignir en tapaði fjórum á mótinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert