Meistararnir sannfærandi – Fylkir vann úrvalsdeildarslaginn

Danijel Dejan Djuric úr Víkingi með boltann í kvöld.
Danijel Dejan Djuric úr Víkingi með boltann í kvöld. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Ríkjandi bikarmeistarar Víkings úr Reykjavík tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum bikarkeppninnar í fótbolta með öruggum sigri á Grindavík, 4:1, í 16-liða úrslitum í Safamýrinni í kvöld.  

Danijel Dejan Djuric sá um að gera fyrsta mark Víkings á 30. mínútu og urðu mörkin ekki fleiri í fyrri hálfleik. Erlingur Agnarsson bætti við öðru markinu á 53. mínútu og kom Víkingum í góð mál.

Josip Krznaric gaf Grindvíkingum von á 65. mínútu en þeir Valdimar Þór Ingimundarson og Viktor Örlygur Andrason skoruðu báðir fyrir Víking á lokamínútunum.

Fylkismaðurinn Matthias Præst í færi í kvöld.
Fylkismaðurinn Matthias Præst í færi í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þá vann Fylkir 3:1-heimasigur á HK í Árbænum, þrátt fyrir að Eiður Gauti Sæbjörnsson hafi komið HK yfir á 5. mínútu.

Þórður Gunnar Hafþórsson jafnaði á 11. mínútu og kom Fylki í 2:1 tíu mínútum síðar. Fylkir fékk úrvalsfæri til að skora þriðja markið á 26. mínútu en Benedikt Daríus Garðarsson skaut framhjá úr víti.

Hann bætti upp fyrir það nokkrum sekúndum síðar með þriðja marki Fylkis og þar við sat.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert