Tveir erlendir leikmenn til Víkings

Sophie Klapperich frá Þýskalandi, til vinstri, og Alina Molkova frá …
Sophie Klapperich frá Þýskalandi, til vinstri, og Alina Molkova frá Eistlandi, til hægri. Ljósmynd/Víkingur

Handknattleiksdeild Víkings mun tefla fram meistaraflokki kvenna á næsta keppnistímabili eftir nokkurra ára hlé. Félagið hefur fengið til sín tvo erlenda leikmenn fyrir komandi keppnistímabil, þær Sophie Klapperich frá Þýskalandi og Alina Molkova frá Eistlandi.

Þá hefur Víkingur ráðið Díönu Guðjónsdóttur sem þjálfara meistaraflokks kvenna. Díana býr yfir mikilli reynslu í þjálfun og hefur meðal annars náð frábærum árangri með yngri flokka Víkings segir í tilkynningu

„Víkingur er í mikilli sókn í handboltanum og stórhuga fyrir komandi keppnistímabil bæði í kvenna- og karlaflokki. Víkingur á marga Íslandsmeistaratitla að baki í handbolta kvenna og er þetta því afar mikilvægt skref fyrir félagið,“ segir Björn Einarsson, formaður Víkings, í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert