Ómar Ingi aftur markahæstur

Ómar Ingi Magnússon.
Ómar Ingi Magnússon. mbl.is/Styrmir Kári

Annan leikinn í röð var Ómar Ingi Magnússon markahæstur í liði Århus í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik, en annan leikinn í röð dugði það ekki til. Nú tapaði liðið heima fyrir lærisveinum Arons Kristjánssonar hjá Aalborg, 31:26.

Ómar Ingi skoraði sjö mörk fyrir Århus, Sigvaldi Guðjónsson skoraði tvö og Róbert Gunnarsson eitt, en hjá Aalborg skoraði Stefán Rafn Sigurmannsson tvö mörk.

Þá fór Vignir Svavarsson mikinn fyrir Team Tvis Holstebro þegar liðið vann útisigur á Tønder, 28:23. Vignir skoraði sex mörk og var næstmarkahæstur allra á vellinum.

Aalborg er á toppnum með 24 stig eftir fimmtán leiki, Holstebro er í fjórða sæti með 18 stig og Århus er í því níunda með tólf.

mbl.is