KA/Þór í lykilstöðu

Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði sjö mörk fyrir KA/Þór í dag.
Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði sjö mörk fyrir KA/Þór í dag. mbl.is/Stella Andrea

KA/Þór er einum sigri frá því að tryggja sér sæti í úrslitaeinvíginu um að komast upp í efstu deild kvenna í handknattleik eftir sigur á FH, 24:22, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitarimmu 1. deildarinnar.

KA/Þór var þremur mörkum yfir í hálfleik, 15:12, og uppskar að lokum tveggja marka sigur 24:22. Aldís Ásta Heimisdóttir og Martha Hermannsdóttir voru atkvæðamestar hjá norðankonum með 7 mörk en hjá FH skoraði Ingibjörg Pálmadóttir 6 mörk.

Tvo sigra þarf til þess að tryggja sér sæti í úrslitaeinvíginu um sæti í efstu deild, en þar verður mótherjinn annaðhvort Selfoss eða HK. Annar leikur liðanna fer fram í Hafnarfirði á sunnudag.

KA/Þór – FH 24:22 (15:12)

Mörk KA/Þórs: Aldís Ásta Heimisdóttir 7, Martha Hermannsdóttir 7, Katrín Vilhjálmsdóttir 4, Ásdís Guðmundsdóttir 3, Kara Rún Árnadóttir 2, Steinunn Guðjónsdóttir 1.
Mörk FH: Ingibjörg Pálmadóttir 6, Fanney Þóra Þórsdóttir 3, Birna Íris Helgadóttir 3, Diljá Sigurðardóttir 3, Laufey Ásta Höskuldsdóttir 3, Arndís Sara Þórsdóttir 2, Hildur Marín Andrésdóttir 2.

mbl.is