Haukar lögðu ÍR og fóru áfram

Hákon Daði Styrmisson sækir að marki ÍR í kvöld.
Hákon Daði Styrmisson sækir að marki ÍR í kvöld. mbl.is/Hari

Haukar eru komnir áfram í 8-liða úrslit Coca-Cola-bikars karla í handbolta eftir 25:23-sigur á ÍR á Ásvöllum í kvöld. ÍR-ingar komust í 3:1 en þá komu fimm mörk Hauka í röð og staðan 6:3 fyrir heimamenn. 

Eftir það náði ÍR ekki að jafna metin, þrátt fyrir fínar tilraunir til þess. ÍR náði tvívegis að minnka muninn í eitt mark, fyrst í stöðunni 20:19 og svo í 24:23 í blálokin. Hákon Daði Styrmisson skoraði hins vegar 25. mark Hauka og tryggði þeim 25:23-sigur. 

Adam Haukur Bamruk og Hákon Daði Styrmisson skoruðu fimm mörk hvor fyrir Hauka, eins og Daníel Ingi Guðmundsson og Þrándur Gíslason fyrir ÍR. Markmennirnir áttu einnig góðan leik; Björgvin Páll Gústavsson varði 19 skot fyrir Hauka og Grétar Ari Guðjónsson 18 fyrir ÍR. 

Haukar 25:23 ÍR opna loka
60. mín. Haukar tekur leikhlé 20 sekúndur eftir og Haukar taka leikhlé. Ef allt er eðilegt ná þeir að halda þetta út og tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum.
mbl.is