Ótrúlegur sigur Aftureldingar

Mikk Pinnonen var góður í kvöld.
Mikk Pinnonen var góður í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Afturelding vann ótrúlegan sigur á Selfyssingum í Olísdeild karla í handbolta á Selfossi í kvöld. Lokatölur urðu 28:27.

Selfyssingar höfðu góð tök á leiknum lengst af og leiddu 16:13 í leikhléi. Afturelding átti góðan kafla um miðjan seinni hálfleikinn og náði þá að komast yfir í fyrsta skipti í leiknum.

Gestirnir börðust af miklum krafti undir lokið og vörðu forskotið sitt vel. Lokasekúndurnar voru dramatískar en Selfyssingum tókst að stela boltanum þegar nokkrar sekúndur voru eftir. Haukur Þrastarson fékk opið skot en Kolbeinn Ingibjargarson tryggði sínum mönnum sigurinn með geggjaðri markvörslu.

Teitur Örn Einarsson var markahæstur Selfyssinga með 10/4 mörk og Helgi Hlynsson varði 16/1 skot í marki Selfoss. Mikk Pinnonen skoraði 7 mörk fyrir gestina og Kolbeinn Ingibjargarson varði 13 skot.

Selfoss 27:28 Afturelding opna loka
60. mín. Einar Ingi Hrafnsson (Afturelding) fékk 2 mínútur Fer í andlitið á Einari Sverris.
mbl.is