Kvikmyndar æfingar

Gunnar Magnússon, Guðmundur Þórður Guðmundsson og Tomas Svensson á landsliðsæfingu.
Gunnar Magnússon, Guðmundur Þórður Guðmundsson og Tomas Svensson á landsliðsæfingu. mbl.is/Árni Sæberg

Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla, bryddar upp á þeirri nýjung við æfingar og undirbúning landsliðsins, sem stendur yfir þessa dagana, að allar æfingar liðsins eru kvikmyndaðar.

„Ég hef ekki gert þetta áður hjá íslenska landsliðsinu en ég reyndi þetta fyrst þegar ég var með landslið Barein og mér fannst það gefa góða raun,“ sagði Guðmundur í samtali við Morgunblaðið.

„Ég klippi niður upptökur frá æfingunum og fer yfir milli æfinga. Þannig get ég betur metið frammistöðu manna og lagt mat á það sem vel gengur og hvað verr í þeim atriðum sem unnið er í hverju sinni. Maður sér ekki allt sem fram fer á hverri æfingu,“ sagði Guðmundur og glotti við tönn þegar hann sagði frá nýbreytni sinni. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert