Grátlegt hjá Íslendingunum í West Wien

Guðmundur Hólmar Helgason skoraði þrjú mörk.
Guðmundur Hólmar Helgason skoraði þrjú mörk. Ljósmynd/Handball-westwien.at

Austurríska handboltaliðið West Wien þurfti að bíta í það súra epli að falla úr leik í EHF-Evrópubikarnum í dag eftir tap í vítakeppni gegn Limburg frá Hollandi. 

West Wien vann fyrri leik liðanna á heimavelli, 26:25, en Limburg vann heimaleikinn sinn í dag með sömu markatölu og réðust því úrslitin í vítakeppni þar sem Limburg skoraði úr fjórum vítaköstum sínum gegn þremur hjá West Wien. 

Guðmundur Hólmar Helgason skoraði þrjú mörk fyrir West Wien og nýtti hann víti sitt í vítakeppninni. Viggó Kristjánsson skoraði einnig þrjú mörk, en brenndi úr sínu vítakasti. Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði eitt mark og einnig úr sínu víti í vítakeppninni. Hannes Jón Jónsson þjálfar liðið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert