HK lagði Selfyssinga að velli

Díana Kristín Sigmarsdóttir skoraði 4 mörk fyrir HK í kvöld.
Díana Kristín Sigmarsdóttir skoraði 4 mörk fyrir HK í kvöld. mbl.is/Hari

Nýliðar HK gerðu sér lítið fyrir og unnu annan leik sinn í röð í Olísdeild kvenna í handknattleik í kvöld þegar Selfyssingar komu í heimsókn í Digranes.

HK vann leikinn 27:25 eftir að hafa verið 15:13 yfir í hálfleik. Kópavogsliðið er nú með 4 stig eftir þrjá leiki en liðið vann ÍBV óvænt í Eyjum í annarri umferð eftir að hafa tapað fyrir Haukum með níu mörkum á heimavelli í fyrstu umferð. Selfoss er hinsvegar með eitt stig eftir fyrstu þrjá leikina.

Mörk HK: Tinna Sól Björgvinsdóttir 6, Elva Arinbjarnar 5, Dajana Jovanovska 5, Díana Kristín Sigmarsdóttir 4, Sigríður Hauksdóttir 2, Eva Hrund Harðardóttir 2, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 2, Helena Ósk Kristjánsdóttir 1.

Mörk Selfoss: Perla Ruth Albertsdóttir 8, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 5, Kristrún Steinþórsdóttir 4, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 3, Sara Boye Sörensen 3, Agnes Sigurðardóttir 1, Carmen Palamariu 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert