Haukar jöfnuðu toppliðin

Atli Már Báruson sækir að marki Gróttu í kvöld. Ari …
Atli Már Báruson sækir að marki Gróttu í kvöld. Ari Benedikt Árnason er til varnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Haukar jöfnuðu Val, Selfoss og FH á toppi Olísdeildar karla í handbolta í kvöld með öruggum 31:22-sigri á Gróttu á Seltjarnarnesinu í kvöld. Toppliðin fjögur eru með sjö stig, en Haukar eru búnir að leika einum leik meira. 

Haukar tóku fljótlega völdin og náðu þriggja marka forystu snemma leiks. Hún var komin upp í fimm mörk, 10:5, þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Uppstilltur sóknarleikur Gróttu gekk afar illa og Haukar gengu á lagið.

Gestirnir náðu mest sex marka forystu í hálfleiknum og það var einmitt munurinn í hálfleik er staðan var 14:8. Sóknarleikur Haukanna gekk vel fyrir sig og voru margir leikmenn sem gátu tekið af skarið. Daníel Þór Ingason var í stuði og skoraði fjögur mörk í hálfleiknum, auk þess sem hann náði í nokkur vítaköst.

Haukar héldu áfram að bæta í forskotið í byrjun síðari hálfleiks og var staðan 21:14 eftir tíu mínútur af honum. Þá skoruðu Gróttumenn hins vegar þrjú mörk í röð og minnkuðu muninn í 21:17. Haukar svöruðu hins vegar með næstu þremur mörkum og lögðu grunninn að öruggum sigri.

Grótta 22:31 Haukar opna loka
60. mín. Gellir Michaelsson (Grótta) skoraði mark
mbl.is