Óðinn sterkur í útisigri

Óðinn Þór Ríkharðsson átti fínan leik fyrir GOG.
Óðinn Þór Ríkharðsson átti fínan leik fyrir GOG. mbl.is/Árni Sæberg

Óðinn Þór Ríkharðsson lék vel fyrir GOG í 28:21-útisigri á Ribe-Esbjerg í dönsku A-deildinni í handbolta í kvöld. Óðinn skoraði fimm mörk úr sjö skotum og var þriðji markahæstur í sínu liði. 

Gunnar Steinn Jónsson skoraði þrjú mörk fyrir Esbjerg, en Rúnar Kárason lék ekki með að þessu sinni. Staðan í hálfleik var 11:10, Esbjerg í vil, en GOG sýndi styrk sinn í síðari hálfleik. 

GOG er í þriðja sæti deildarinnar með 21 stig og Ribe-Esbjerg í 10. sæti með átta stig. 

mbl.is