Zagreb fann arftaka Cervar

Lino Cervar.
Lino Cervar. AFP

Króatísku meistararnir í handknattleik, RK Zagreb, hafa fundið nýjan þjálfara í stað goðsagnarinnar Lino Cervar sem lét af störfum hjá félaginu nú um áramót.

Cerv­ar er einnig landsliðsþjálf­ari Króa­tíu, sem mæt­ir Íslandi í fyrsta leikn­um á heims­meist­ara­mót­inu í Þýskalandi og Dan­mörku 11. janú­ar. Hann tók við liði Zagreb í sumar, þá í þriðja sinn, eftir að hafa áður þjálfað liðið frá 2000 til 2002 og aft­ur frá 2004 til 2009. Í síðara skiptið var hann einnig landsliðsþjálf­ari Króata eins og hann er nú. 

Arftaki hans hjá Zagreb er Branko Tamse, sem var rekinn úr starfi hjá slóvenska meistaraliðinu Celje Lasko í september. Hann hefur stýrt Celje og Gorenje Velenje til samtals sex meistaratitla í Slóveníu, en þetta verður fyrsta starf hans utan Slóveníu.

RK Za­greb hef­ur lengi verið fremsta hand­knatt­leikslið Króa­tíu. Þrátt fyr­ir góðan ár­ang­ur á heima­velli hef­ur liðinu ekki tek­ist að kom­ast í fremstu röð í Meist­ara­deild Evr­ópu. Mik­ill los­ara­brag­ur hef­ur verið á þjálf­ara­mál­um Za­greb-liðsins und­an­far­in ár en Tamse verður sjötti þjálf­ari þess frá árs­byrj­un 2016.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert