ÍR sló bikarmeistarana úr leik

ÍR er komið áfram í undanúrslit bikarsins.
ÍR er komið áfram í undanúrslit bikarsins. mbl.is/Árni Sæberg

ÍR er komið í undanúrslit Coca Cola-bikars karla í handbolta eftir 33:31-útisigur á ríkjandi bikarmeisturum ÍBV í Vestmannaeyjum í dag.

Staðan í hálfleik var 19:11, ÍR í vil, og tókst ÍBV ekki að jafna í seinni hálfleik, þrátt fyrir gott áhlaup. 

Pétur Árni Hauksson var markahæstur hjá ÍR með tíu mörk og Sturla Ásgeirsson gerði níu. Kristján Örn Kristjánsson skoraði ellefu mörk fyrir ÍBV. 

Fjölnir verður eina 1. deildarliðið í undanúrslitum. Fjölnismenn unnu sannfærandi heimasigur á Þrótti, sem einnig leikur í 1. deild, 33:19, en staðan í hálfleik var 16:11, Fjölni í vil. 

Breki Dagsson var markahæstur hjá Fjölni með sjö mörk og Bergur Elí Rúnarsson skoraði sex. Óttar Filipp Pétursson og Aron Valur Jóhannsson voru markahæstir hjá Þrótti með fjögur mörk hvor. 

Valur tryggði sér sæti í undanúrslitum í gær og FH í dag. Það er því ljóst hvaða fjögur lið fara í Laugardalshöllina og keppa um sæti í úrslitum og svo bikarmeistaratitilinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert