HK vann botnliðið

Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir skoraði tvö mörk fyrir HK í dag.
Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir skoraði tvö mörk fyrir HK í dag.

HK vann 24:21-útisigur á Aftureldingu í Íþróttamiðstöðinni að Varmá í Olísdeild kvenna í handknattleik í dag. HK er þar með búið að vinna tvo af fyrstu fimm leikjum sínum en Afturelding er áfram á botninum, án stiga.

Það var lítið skorað framan af leik og var staðan 6:6 eftir stundarfjórðung. Eftir það komust gestirnir í forystu sem þeir héldu allt til loka. Staðan var 11:9 í hálfleik, HK í vil sem komst mest fimm mörkum yfir, 22:17. Ágústa Huld Gunnarsdóttir var markahæst HK-inga með sjö mörk en Elva Arinbjarnar var næst með fjögur. Markahæst allra var hins vegar Anamaria Gugic í liði Aftureldingar en hún skoraði átta mörk.

HK er í 5. sæti deildarinnar með fimm stig eftir fimm leiki en liðið fær Fram í heimsókn um næstu helgi. Afturelding er sem fyrr segir á botninum, án stiga, og heimsækir Hauka í næstu umferð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert