Guðjón og félagar unnu æsispennandi stórslag

Guðjón Valur Sigurðsson var í sigurliði PSG.
Guðjón Valur Sigurðsson var í sigurliði PSG.

Guðjón Valur Sigurðsson og samherjar hans hjá PSG unnu æsispennandi stórslag gegn Flensburg á útivelli í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld, 30:29. Staðan í hálfleik var 14:13.

Mikkel Hansen skoraði sigurmark PSG úr vítakasti. Magnus Rød fékk tækifæri til að jafna í blálokin en Vincen Gérard í marki PSG sá við honum. 

Mikkel Hansen og Nikola Karabatic skoruðu sex mörk hvor fyrir PSG og Magnus Rød og Marius Steinhauser gerðu slíkt hið sama fyrir Flensburg. 

Guðjón Valur skoraði tvö mörk fyrir PSG sem er í toppsæti riðilsins með tólf stig, tveimur stigum meira en Barcelona. Flensburg er í fimmta sæti riðilsins með sjö stig. 

mbl.is