Ungir leikmenn á EM

Viktor Gísli Hallgrímsson fær tækifæri á EM.
Viktor Gísli Hallgrímsson fær tækifæri á EM. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik, tekur sautján leikmenn með til Svíþjóðar á EM en hópurinn var kynntur á blaðamannafundi hjá Alvogen í gær. Sextán leikmenn eru á leikskýrslu í mótinu en Guðmundur segir svigrúmið til að gera breytingar eftir að mótið hefst vera ágætt.

Daníel Þór Ingason getur ekki verið með á EM vegna fingurbrots og þar með var valið á varnarmönnum orðið mun einfaldara. Íslenski hópurinn fer með tvo markverði utan en Ágúst Elí Björgvinsson var í nítján manna hópnum en er ekki í sautján manna hópnum.

Viktor Gísli er ekki bara framtíðarmaður í landsliðinu heldur hefur burði til að verða markvörður í heimsklassa ef allt gengur upp á hans ferli. Sé horft til framtíðar er mjög skynsamlegt að gefa honum alvöru tækifæri en hann sýndi auk þess í undankeppninni að hann getur látið til sín taka nú þegar. Markvarðaparið er áhugavert að því leytinu til að þeir eru með ólíkan stíl og þá er annar ungur en hinn reyndur, Björgvin Páll. Verður fróðlegt að sjá hvernig markvarslan kemur út undir handleiðslu ekki ómerkari manns en Tomasar Svensson.

Fréttaskýringu Kristjáns er að finna í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert